Andrea Ýr og Eyþór Hrafnar eru Akureyrarmeistarar í golfi

Andrea Ýr og Eyþór Hrafnar eru Akureyrarmeistarar í golfi

Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Eyþór Hrafnar Ketilsson eru Akureyrarmeistarar árið 2022. Akureyrarmótið í golfi fór fram í síðustu viku og lauk á laugardaginn. Andrea og Eyþór stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki.

Andrea vann sinn titil nokkuð örugglega og var 22 yfir pari en Kara Líf Antonsdóttir í öðru sæti var 54 yfir pari. Kristín Lind Arnþórsdóttir var í þriðja sæti hjá konunum, 57 yfir pari.

Eyþór tryggði sér sigur á lokadegi mótsins þegar hann lék á pari og komst yfir Lárus Inga Antonsson sem lék á fimm höggum yfir pari. Lokastaðan hjá körlunum var sú að Eyþór sigraði á 9 höggum yfir pari og Lárus varð í öðru sæti á 11 höggum yfir pari. Tumi Hrafn Kúld var í þriðja sæti, 13 yfir pari.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó