Andrea Ýr með stúlknalandsliðinu til Finnlands

Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Mynd: golf1.is

Jussi Pitkän­en, af­reks­stjóri Golf­sam­bands Íslands, hef­ur valið þrjá landsliðshópa sem munu keppa fyr­ir Íslands hönd í Evr­ópukeppni landsliða í júlí. Auk karla og kvennaliðs var valið stúlknalið og þar á Golfklúbbur Akureyrar einn fulltrúa.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA er ein sex stúlkna sem valdar voru í stúlknalandsliðið. Þeirra bíður keppni á St.Laurence Golf Club í Finnlandi og fer mótið fram dagana 11.-15.júlí næstkomandi.

Hópurinn í heild sinni

Am­anda Guðrún Bjarna­dótt­ir (GHD)

Andrea Ýr Ásmunds­dótt­ir (GA)

Andrea Bergs­dótt­ir (HILLS GK, Svíþjóð)

Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir (GKG)

Kinga Korpak (GS)

Zuz­anna Korpak (GS)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó