Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið þrjá landsliðshópa sem munu keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Auk karla og kvennaliðs var valið stúlknalið og þar á Golfklúbbur Akureyrar einn fulltrúa.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA er ein sex stúlkna sem valdar voru í stúlknalandsliðið. Þeirra bíður keppni á St.Laurence Golf Club í Finnlandi og fer mótið fram dagana 11.-15.júlí næstkomandi.
Hópurinn í heild sinni
Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)
Andrea Bergsdóttir (HILLS GK, Svíþjóð)
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
Kinga Korpak (GS)
Zuzanna Korpak (GS)
UMMÆLI