NTC

Andrea Mist og Sandra María snúa aftur heim

Andrea Mist og Sandra María snúa aftur heim

Knattspyrnukonurnar Andrea Mist Pálsdóttir og Sandra María Jessen hafa nú gengið til liðs við Þór/KA. Andrea hefur leikið síðustu tvö tímabil með FH og síðan hjá Växsjö í Svíþjóð. Sandra hefur leikið með Bayer 04 Leverkusen síðan í janúar 2019.

Báðar eiga þær sögu hjá Þór/KA en Sandra á að baki 163 meistaraflokksleiki með liðinu þar sem hún skoraði 89 mörk, sem gerir hana annan markahæsta leikmann liðsins.

Á vefsíðu Fotbolti.net greinir frá því að ákvörðunin hafi á nokkurn hátt verið tekin í sameiningu þar sem þær stöllur ákváðu að fylgjast að í þessum efnum. Um leið og Sandra staðfesti komu sína, ákvað Andrea að láta slag standa.

Í viðtalið við Fotbolti.net segir Andrea: „Ég ætla ekkert að fela það, ég var í miklu sambandi við Söndru og henti pressunni á hana og sagði: „Ef þú ferð í Þór/KA þá kem ég.“ Ég lét Jónsa og Perry bíða í svolítið langan tíma þangað til þetta var staðfest með Söndru. Um leið og ég fékk þau skilaboð þá var ekki aftur snúið, þá skrifaði ég undir og við ætlum að taka slaginn saman,“

Báðar eru þær spenntar að koma aftur á heimaslóðir enda með traust bakland þar og góða þekkingu á umhverfi og aðstæðum.

Sambíó

UMMÆLI