Framsókn

Andarnefjur á PollinumMynd: Whale Watching Akureyri

Andarnefjur á Pollinum

Síðan á laugardag hafa þrjár andarnefjur haldið sig á Pollinum við Akureyri. Ania Wójcik, leiðsögumaður hjá Hvala­skoðun Ak­ur­eyr­ar, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að and­ar­nefj­ur haldi sig vana­lega fjarri landi og því sé um óvenju­leg­an at­b­urð að ræða.

„Mögu­leg ástæða þess er að á meðal þeirra er kálf­ur. Það er al­gengt meðal þess­ar­ar dýra­teg­und­ar að þegar óreynd­ur kálf­ur er á meðal þeirra þá leita hval­irn­ir sér skjóls. Ein­fald­asta skýr­ing­in á því að þeir halda sig í firðinum er að þar finna þeir ör­yggi.“ seg­ir Anja í umfjöllun Morgunblaðsins.

Hvalaskoðun Akureyrar hefur birt myndir af andarnefjunum á Facebook síðu sinni en myndirnar má skoða hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó