NTC

Ánægja með lokun göngugötu í sumar

Ánægja með lokun göngugötu í sumar

Meirihluti bæjarbúa er ánægður með lokun göngugötunnar í sumar, samkvæmt nýrri netkönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Spurt var um viðhorf til staðhæfingarinnar: „Mér líkaði vel þessar breytingar sem gerðar voru í sumar.“ Rúmlega 76% svarenda voru mjög sammála eða frekar sammála staðhæfingunni.

Í sumar var göngugötunni lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja alla daga, allan sólarhringinn, frá 3. júní til loka ágúst. Aðgengi var þó tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila á afmörkuðum tíma dags.

Hér er hægt að skoða könnunina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó