NTC

Ánægja með Fab Lab í VMA – Akureyringar hvattir til að kynna sér það starf sem þar fer fram

Ánægja með Fab Lab í VMA – Akureyringar hvattir til að kynna sér það starf sem þar fer fram

Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir ánægju með góða kynningu eftir heimsókn í Fab Lab smiðjuna svokölluðu í Verkmenntaskólanum á Akureyri.  Jón Þór Sigurðsson verkefnastjóri Fab Lab smiðjunnar og Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA tóku á móti stjórninni og kynntu starfsemina.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því metnaðarfulla starfi sem unnið er á vegum smiðjunnar og hvetur Akureyringa til þess að kynna sér það starf sem fer þar fram.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Opnir tímar eru á þriðjudögum frá kl. 16-19 og fimmtudögum frá kl. 15-19.

Heimasíða Fab Lab á Akureyri.

Heimasíða Fab Lab á Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI