Amtsbókasafnið tilnefnt til verðlauna fyrir frískápinn

Amtsbókasafnið tilnefnt til verðlauna fyrir frískápinn

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur fengið tilnefningu frá Alþjóðlegu bókasafnssamtökunum á lista Green library awards. Safnið er tilnefnt í flokki bókasafnsverkefna fyrir frískáp sem stendur við safnið og ætlað er að sporna gegn matarsóun. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Hrönn Soffía Björgvinsdóttir er verkefnastjóri á safninu og heldur meðal annars utan um frískápsverkefnið. Hún segir í samtali við fréttastofu RÚV að tilnefningin sé mikil viðurkenning fyrir safnið sem leitist ávallt við að taka fleiri græn skref.

Nánar um málið á vef RÚV.

VG

UMMÆLI

Sambíó