Gæludýr.is

Amtsbókasafnið fékk nýjan hjólastól að gjöf

Amtsbókasafnið fékk nýjan hjólastól að gjöf

Amtsbókasafninu á Akureyri barst rausnaleg gjöf á dögunum þegar fjölskyldufyrirtækið Mobolity.is sendi safninu glænýjan hjólastól.

Greint var frá því á Facebook síðu Amtsbókasafnsins í janúar að hjólastóllinn sem gestir hefðu til afnota á safninu væri týndur. Fregnir af týnda hjólastólnum náðu til Mobolity.is sem vildu hjálpa.

„Við fréttum af því að Amtsbókasafnið á Akureyri vantaði hjólastól. Við vorum ekki lengi að redda því. Til hamingju með nýja stólinn,“ segir í tilkynningu Mobility.is á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó