Katta- og hundaeigendur á Akureyri eru minntir á að hafa sérstakt eftirlit með dýrum sínum nú á þessum árstíma þar sem varp fugla er hafið í bæjarlandinu og utan þess. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.
Sjá einnig: Endurskoða lausagöngu katta á Akureyri
Þar segir að á Akureyri séu í gildi sérstakar samþykktir um bæði katta- og hundahald. Þar er meðal annars getið um lausagöngu hunda og bann við næturbrölti katta utandyra.
„Takmarka þarf lausagöngu katta eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina sem er þeirra uppáhalds veiðitími. Ábyrgir kattaeigendur hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og halda þeim innandyra að nóttu fuglunum til verndar. Mikilvægt er að kattaeigendur fylgist vel með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir. Hundaeigendur eru beðnir að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum,“ segir á vef bæjarins.
Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað
Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað
Einnig má skoða leiðbeingar á vef fuglaverndar hvernig draga má úr tjóni vegna katta á fuglalíf.
UMMÆLI