NTC

Amerískur ævintýramaður á Akureyri

Amerískur ævintýramaður á Akureyri

Í þætti vikunnar taka félagarnir Addi og Binni fyrir ferðasögu amerísks ævintýramanns sem kom til Akureyrar árið 1922. Hann bjó á hóteli, kynntist heimamönnum og varð vitni að sögulegum atburðum í bænum og nágrenni hans. Hann skráði niður það sem fyrir augu bar í því skyni að gefa út bók um Ísland – bók sem aldrei kom út.

Félagarnir Arnar og Brynjar eru sannkallaðir sögunördar. Í þættinum Sagnalist með Adda og Binna fara þeir um víðan völl í spjalli sínu um sögu og menningu. Sagðar verða sögur, gátur ráðnar og steinum velt við yfir kaffibolla í Stúdíó Sagnalist. Fólk og atburðir, bækur og listaverk, sorg og gleði. Allt er undir og ekkert er félögunum óviðkomandi þegar kemur að gersemum fortíðar.

VG

UMMÆLI

Sambíó