Ályktun um svæðisborgina Akureyri

Ályktun um svæðisborgina Akureyri

Landsfundur VG fer fram á Akureyri um þessar mundir en fundurinn hófst í gær, föstudaginn 17. mars, í Hofi. Á fundinum var ályktað um um svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni.

Í ályktuninni, sem ættuð er frá stjórnarmönnum VG af svæðinu, segir að Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn er á Akureyri dagana 17. til 19. mars fagni framkomnum tillögum starfshóps um svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni.

Tillögurnar kveða á um að Akureyri verði í byggðastefnu stjórnvalda flokkuð sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur sem þjóni íbúum og atvinnulífi í landshlutanum og eftir atvikum á landsvísu.

Fundurinn hvetur þingmenn hreyfingarinnar til að leggjast á árarnar um að styrkja innviði á borð við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menningarstarfsemi og menntakerfi á Akureyri til þess að fólk á Norður- og Austurlandi og eftir atvikum víðar geti sótt þangað þá þjónustu sem ekki er hægt að halda úti um allt land. Með því móti geta svæði utan höfuðborgarsvæðisins vaxið og dafnað með eðlilegum hætti og dregið úr því ójafnvægi sem orðið hefur í þróun byggðar á Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó