Starfsmaður kísilvers PCC á Bakka slasaðist alvarlega síðdegis í dag þegar verið var að tappa af fljótandi málmi úr öðrum ofni verksmiðjunnar. RÚV greindi fyrst frá fréttunum en í frétt þeirra segir að starfsmaðurinn hafi orðið fyrir höggi af verkfæri sem notað er til að tæma ofnana. Maðurinn er ekki lífshættulega slasaður en var fluttur sjúkrahúsið á Akureyri.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi, segir við Vísi að maðurinn hafi verið áttaður og ekki í beinni lífshættu þegar komið var að honum. Slysið sé þó flokkað sem alvarlegt vinnuslys.
UMMÆLI