Alvarlegt slys í leikskóla í Hörgársveit

Alvarlegt slys í leikskóla í Hörgársveit

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit um tvöleytið í dag þar sem barn á leikskólanum slasaðist alvarlega. Rúv greinir frá.

Barn á leikskólanum var flutt slasað á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfesti að barn hafi slasast á leikskólanum en hafði ekki upplýsingar um líðan þess. Lögreglan veitir ekki nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu en eftir því sem næst verður komist slasaðist barnið við leik á leikskólalóðinni, segir í frétt Rúv um málið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó