Alvarlegt slys á Árskógssandi – Bifreið fór fram af bryggjunni


Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu í dag um alvarlegt umferðarslys á Árskógssandi. Þar var bifreið, með þremur aðilum innanborðs, sem lenti fram af bryggjunni. Þá segir í tilkynningunni:

Viðbragðsaðilar voru kallaðar út og hafa þeir aðstoðað lögreglu á vettvangi. Viðbragðsaðilar hafa náð öllum aðilum úr bifreiðinni og er verið að flytja þá á Sjúkrahús Akureyrar.
Þá var einnig óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan en búið var að ná aðilum úr bifreiðinni áður en til þess kom.
Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir en rannsókn málsins heldur áfram og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.

UPPFÆRT 22:20

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent eftirfarandi tilkynningu um slysið fyrr í kvöld.

Aðilarnir þrír, maður, kona og barn, sem voru flutt á Sjúkrahús Akureyrar fyrr í kvöld eftir að hafa lent í bifreið sinni í sjóinn við höfnina á Árskógssandi hafa verið úrskurðuð látin.
Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó