Framsókn

„Alvarlegt ástand í tengslum við flug um Akureyrarflugvöll“

„Alvarlegt ástand í tengslum við flug um Akureyrarflugvöll“

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástandið í tengslum við flugeldsneytisbirgðir á Akureyrarflugvelli vera alvarlegt. Hann segir að bæta úr því fyrirkomulagi sem nú er til staðar.

„Nú styttist í að verkfall olíuflutningabílstjóra innan raða Eflingar hefjist. Á Akureyrarflugvelli eru tankar sem rúma einungis 120.000 lítra. Fyrir rúmum 30 árum var staðan í tengslum við flugeldsneyti (Jet 1A) á Akureyri mun betri. Á þeim tíma var geymt umtalsvert meira magn á tönkum í olíubirgðastöðunni í Krossanesi. Það var mikil afturför þegar því var hætt,“ skrifar Njáll á Facebook.

„Í dag er öllu flugeldsneyti keyrt norður að mér skilst frá Helguvík. Allt eldsneyti fyrir innanlandsflugið og flugið til og frá landinu er flutt inn um olíubirgðastöðina í Helguvík. Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins fjármagnaði þær framkvæmdir á sínum tíma.“

Hann segir þetta vera veikleika í tengslum við öryggismál þjóðarinnar.

„Úr þessu þarf að bæta, þegar mikið er að gera í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll eins og núna í febrúar þá duga núverandi olíugeymar til fjögra daga.“

VG

UMMÆLI

Sambíó