Gæludýr.is

Alþjóðlegt listaverk við Strandgötu 17

Glæsilegt Mynd: akureyri.is

Félagsskapurinn ,,Alþjóðlegar Kaffikonur á Akureyri“ er félagsskapur tólf listakvenna sem koma hvaðanæva úr heiminum.

Þeirra nýjasta verk stendur nú á vesturvegg hússins við Strandgötu 17, myndskreytt Veggverk.org og vilja konurnar með því senda litríkar og glaðlegar sumarkveðjur til allra Akureyringa.

Kaffikonurnar sem lögðu gjörva hönd á plóg eru Ceniza frá Filippseyjum, Kheirie frá Líbanon, Jutta frá Austurríki, Lilian frá Filippseyjum, Aija frá Lettlandi, Melisa frá Filippseyjum, Alexandra frá Réunion, Zane frá Lettlandi, Surekha frá Indlandi, Olga frá Rússlandi, Silvia frá Þýskalandi og Dagrún frá Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó