Alþjóðlegt eldhús í Ketilhúsinu

Dagskráin er í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu, Nettó, Alþjóðastofu og Listasafnsins á Akureyri.

Dagskráin er í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu, Nettó, Alþjóðastofu og Listasafnsins á Akureyri.

Laugardaginn 19. nóvember býður Fjölmenningarráð (Multicultural Council á Akureyri) gestum upp á smakk frá ýmsum þjóðlöndum og fara herlegheitin fram í Ketilhúsinu kl. 14-16. Yfir 20 þjóðir taka þátt og má nefna sem dæmi Þýskaland, England, Holland, Sviss, Austurríki, Pólland, Írland, Ítalía, Sýrland, Serbía, Ísland, Brasilía, Tæland, Filippseyjar, Kanada, Frakkland, Bandaríkin, Slóvaíka og Tékkland. Þarna verða á borðum fjölbreyttir, litrikir og bragðgóðir réttir og upplagt að kynna sér menningu þjóðanna á þennan máta.

Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum.
Dagskráin er í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu, Nettó, Alþjóðastofu og Listasafnsins á Akureyri.

VG

UMMÆLI