NTC

Alþjóðleg spilavika á Amtsbókasafninu

Alþjóðleg spilavika á Amtsbókasafninu

Vikuna 7. -13. nóvember er alþjóðleg spilavika og tekur Amtsbókasafnið á Akureyri þátt í henni með 4 viðburðum sem henta allri fjölskyldunni, þar sem safnkostur Amtsins fær m.a. að njóta sín, en á safninu er til fjöldinn allur af spilum sem henta öllum aldri og er hægt að spila á safninu eða grípa með heim.

Mánudaginn 8. nóvember kl. 17-18 – Spilaklúbbur fyrir 9-13 ára

Hópurinn ætlar að hittast og spila við langborðið í barnadeildinni. Engin þörf er að skrá sig. Öll á aldrinum 9-13 ára hjartanlega velkomin.

Miðvikudaginn 10. nóvember kl. 16:30-18:30 – Borðspil fyrir allan aldur

Í boði verða spil fyrir bæði börn og fullorðin úr spilahillu bókasafnsins en gestir eru jafnframt hvattir til þess að koma með sín eigin spil og kenna öðrum.

Öll hjartanlega velkomin!

Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 16-18 – Skiptimarkaður með spil og púsl

Ertu komin(n) með leið á að leggja lestarteina í Norður-Ameríku? Kanntu allar spurningarnar í Trivial Pursuit? Ertu alltaf að púsla sama púslið aftur og aftur?

Komdu með gömlu spilin og púslin og skiptu þeim út fyrir „ný“!

Þú mátt koma með eins mörg spil og púsl og þú vilt og þú mátt líka fara með eins mörg og þig lystir, óháð því hversu mikið þú lagðir í púkkið.

Öll velkomin!

Fimmtudaginn 11. Nóvember kl. 16:30 – Spilasögustund

Hefðbundin sögustund á Amtsbókasafninu, en eftir sögustundina grípum við spil safnsins og spilum saman.

Sambíó

UMMÆLI