Almarr, Haukur Heiðar og Andri Fannar á leið heim í KA

Almarr, Haukur Heiðar og Andri Fannar á leið heim í KA

Almarr Ormars­son, Hauk­ur Heiðar Hauks­son og Andri Fann­ar Stef­áns­son gætu allir skrifað undir samninga við KA á morgun þegar KA heldur föstudagsframsöguna, þetta kemur fram sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mbl.is eins og segir í frétt vefsins. Sérstakur gestur á morgun verður Tómas Þór Þórðarson en í frétt KA segir að nýir og endurnýjaðir samningar munu væntanlega verða undirritaðir.

Almarr, 30 ára, kemur til félagsins frá Fjölni eftir að hafa spilað aðeins eitt tímabil með félaginu þar sem hann spilaði 20 leiki og skoraði 2 mörk. Almarr lék síðast með KA sumarið 2017.

Haukur Heiðar, 27 ára, snýr aftur til KA frá sænska liðinu AIK þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár og varð sænskur meistari með liðinu í ár. Haukur hefur leikið 7 A-landsliðsleiki en lék síðast með KA 2011.

Andri Fannar, 27 ára, kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið síðustu átta ár og orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár með liðinu. Andri lék síðast með KA 2010.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó