Gæludýr.is

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri 

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri 

Um síðustu helgi fór fram listvinnustofan Allt til enda í Listasafninu. Þá bauð Elías Rúni, myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður, börnum í 3. – 6. bekk að gera tilraunir með myndasöguformið og kynnast ólíkum leiðum til að segja sögur í myndum með áherslu á skapandi form og frásögn. Innblástur var sóttur úr hversdagsleikanum og sagna leitað í minningum og því sem er efst á baugi í samfélaginu.  

Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Elías Rúna og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði í safnfræðslurými Listasafnsins. Sýningin stendur til 12. nóvember 2023. 

Allt til enda er styrkt af Safnasjóði og Akureyrarbæ. Þar fá börn á grunnskólaaldri tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu sem þau undirbúa frá upphafi til enda. 

Þátttakendur:
Axel Tumi Arnarsson, 
Bergrós Bára Ryan,
Elma Lind Halldórsdóttir,
Hildur Ágústsdóttir,
Jakob Ísak Sveinsson,
Mía Almarsdóttir,
Michael Hákon Mwesigwa,
Óðinn Hrafn Klein,
Stefán Örn Friðriksson,
Sölvi Mar Snorrason.

Mynd: Almar Alfreðsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó