NTC

Allt það helsta sem um er að vera á Akureyri Sumardaginn fyrsta!

Allt það helsta sem um er að vera á Akureyri Sumardaginn fyrsta!

Langþráð sumar gengur brátt í garð og af því tilefni er ýmislegt um að vera á Akureyri á Sumardaginn fyrsta, sem fellur þetta árið á 25. apríl, næstkomandi fimmtudag.

Við hjá Kaffinu höfum ákveðið að taka saman sumt af því helsta sem um er að vera þann daginn.

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð Akureyrar er enn í fullum gangi en líkt og áður hefur komið fram í umfjöllun Kaffisins um hátíðina þá nær hátíðin ákveðnum hápunkti á sumardaginn fyrsta. Þá verða hinar ýmsu smiðjur, sýningar, tónleikar og fleira í gangi víðsvegar um bæjinn. Skoða má lista yfir alla viðburði barnamenningarhátíðarinnar á sumardaginn fyrsta með því að smella hér.

Andrésar Andar leikarnir

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum Akureyringum að Andrésar Andar leikarnir verða haldnir í Hliðarfjalli nú um helgina. Það verðu því líf og fjör í fjallinu á sumardaginn fyrsta og keppt í hinum ýmsu greinum. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook síðu leikanna með því að smella hér.

Eyfirski safnadagurinn

Á sumardaginn fyrsta verður eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur líkt og áður og munu þá hin ýmsu söfn og sýningar bjóða gestum og gangandi frían aðgang. U.þ.b. 18 söfn og sýningar víðsvegar um Eyjafjörð taka þátt í safnadeginum þetta árið. Frekari upplýsingar er hægt að finna með því að smella hér.

Reggie Watts

Líkt og Kaffið hefur áður fjallað um verður heimsfrægi grínistinn og tónlistarmaðurinn Reggie Watts með uppistandstónleika í Samkomuhúsinu á Sumardaginn fyrsta. Miða og upplýsingar er hægt að finna með því að smella hér.

Alþjóðlegt eldhús

Á Sumardaginn fyrsta býður Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni Akureyringum upp á frítt smakk af ýmis mar frá hinum ýmsu löndum á Amtsbókasafninu frá klukkan 13 til 15. Frekari upplýsingar um er hægt að finna með því að smella hér.

Pastel útgáfuhóf

Líkt og Kaffið hefur áður fjallað um verður sérstakt útgáfuhóf Pastel ritgerðar haldið í Sigurhæðum á sumardaginn fyrsta. Þar munu Egill Logi Jónasson og Þorbjörg Þóroddsdóttir kynna verk sín. Kaffið ræddi verkefnið og ýmislegt fleira við Þorbjörgu í janúar og hægt er að lesa viðtalið með því að smella hér. Frekari upplýsingar um útgáfuhófið er hægt að finna með því að smella hér.

Trúarviðburðir

Skátamessa verður haldin í Akureyrarkirkju klukkan 11:00 á sumardaginn fyrsta, frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

Ásatrúarfélagið stendur fyrir Sigurblóti á Hamarkotstúni klukkan 18:00 á sumardaginn fyrsta, frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast og bendum við fólki á að hafa samband ef þau vita af viðburðum sem ætti að vekja athygli á hér

Sambíó

UMMÆLI