NTC

„Allt stór partur af því hvað mér finnst gaman í HA“

„Allt stór partur af því hvað mér finnst gaman í HA“

Ágúst Már, stúdent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri er viðmælandi vikunnar í vikulegum lið hér á Kaffið.is þar sem við fáum að kynnast fólkinu í HA nánar.


Í hvaða námi ert þú?

Ég er í kennarafræði.

Afhverju valdir þú það nám?

Ég fór að vinna í skóla og mér fannst það svo ótrúlega gaman að ég ákvað að skella mér í kennaranámið.

Hvers vegna valdir þú HA?

Fyrst og fremst vegna staðsetningarinnar. Ég hef alltaf búið á Akureyri og fundist það frábært! Sveigjanlega námið sem boðið er upp á í HA er líka mikill kostur og spilaði inn í mitt val.

Hvernig finnst þér háskólalífið á Akureyri?

Mér finnst háskólalífið á Akureyri algjör snilld. Viðburðirnir sem eru haldnir hér eru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir.

Hvað ber framtíðin í skauti sér að loknu námi?

Þegar ég hef lokið við BEd í kennarafræði stefni ég á að fara í beint framhaldsnám við Kennaradeildina til þess að fá kennsluréttindi.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Kennari! Að mínu mati er það skemmtilegata starf í heimi.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýnemum sem eru að hefja nám við HA?

Mættu á viðburði og taktu þátt í félagslífinu! Ekki vera feimin við að mæta í fyrsta skiptið, þú munt ekki sjá eftir því.

Hvað gerir háskólann sérstakan að þínu mati?

Loturnar, félagslífið, starfsfólkið og stúdentarnir eru allt stór partur af því hvað mér finnst gaman í HA.

Hvar er besti staðurinn til þess að læra?

Ég held ég hafi áorkað mestum lærdómi á teppinu en ef maður er í hópverkefni mæli ég með sófunum á efri hæðinni úti í enda sunnanmegin við Kennaradeildina.

Hvernig er kaffið í HA?

Ég drekk ekki rosa mikið kaffi en stundum hef ég gripið í það í HA þegar ég er þreyttur eða eftir lotuhittinga og þá hefur einn bolli sannarlega bjargað mér.

Sambíó

UMMÆLI