NTC

Allt skólahald á Akureyri fellur niður

Í samráði við lögreglu hefur verið ákveðið að allt skólahald  í leik- og grunnskólum bæjarins falli niður í dag, föstudaginn 24. nóvember. Það er þó vakt og viðvera í öllum skólum til þess að taka á móti þeim börnum sem mæta.

Mikið hvassviðri og ofankoma er nú á Akureyri. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur fólk til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og kynna sér vel tilkynningar í útvarpi og á vef Vegagerðarinnar, og Veðurstofu um færð og veður .

Tilkynningu lögreglu má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI