Allt of fáir blóðgjafar á NorðurlandiBlóðbankann er að finna á Glerártorgi, á 2. hæð.

Allt of fáir blóðgjafar á Norðurlandi

Blóðbankinn á Glerártorgi hefur sent út ákall til Norðlendinga og biðlar til þeirra að gerast blóðgjafar.

Blóðbankinn hefur einungis 1000 manns á skrá hjá sér og um 300 virka blóðgjafa. Samkvæmt tilkynningu frá þeim í Dagskránni eru þetta mun færri blóðgjafar en æskilegt væri.

Heilsuhraust fólk á milli 18 og 65 ára er hvatt til þess að mæta í Blóðbankann á Glerártorgi og athuga hvort það geti gerst blóðgjafar. Blóðbankann er að finna á annari hæð.

Áhersla er lögð á það að lyf og sjúkdómar umsækjanda muni ekki endilega leiða til frábendingar. Lesendur geta athugað hvort þeir standist grunnkröfur Blóðbankans um blóðgjöf hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó