Allt á floti í Ásbyrgi – MYNDIRLjósmynd: Júlíus Freyr Theodórsson

Allt á floti í Ásbyrgi – MYNDIR

Mikil rigning síðsutu daga hefur heldur betur sett svip sinn á Jökulsárgljúfur. Djúpir pollar og jafnvel tjarnir hafa myndast á svæðinu og hefur nokkrum gönguleiðum verið lokað, einkum við Hljóðakletta og í Ásbyrgi.

Í botni Ásbyrgis er ástandið sérlega sláandi að sjá, en þar hefur vatnsyfirborð Botnstjarnar snarhækkað og sett neðri útsýnispallinn þar á kaf. Á samfélagsmiðlum segjast margir sem kunnugir eru staðháttum, vanir leiðsögumenn og heimafólk, aldrei hafa séð annað eins.

Í tilkynningu frá því í gærm sem sjá má hér fyrir neðan, brýnir Vatnajökulsþjóðgarður fyrir gestum að halda sig við merkta göngustíga og ganga varlega, þar sem stígarnir séu hálir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó