Gæludýr.is

Allir keppendur á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum í San MarínoMynd frá Smáþjóðaleikunum í San Maríno.

Allir keppendur á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum í San Maríno

Mikið hefur verið að gerast hjá Karatefélagi Akureyrar undanfarið. Fyrr í sumar voru fimm krakkar frá félaginu valdir af landliðsþjálfurum til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum í Karate sem haldnir voru 29. og 30. september í San Maríno. Krakkarnir æfðu stíft í allt sumar og árangur á mótinu var vonum framar. Allir keppendurnir lentu á verðlaunapalli, sem má teljast flottur árangur á sínu fyrsta erlenda móti. Geta má að einungis voru erlendir keppendur ofar okkar krökkum í öllum greinum.

Sóley Eva Magnúsdóttir, Magnea Björt Jóhannesdóttir og María Bergland Traustadóttir enduðu í 3 sæti í hópkata.

Sóley Eva varð svo í 3. sæti í einstaklingskata 13-14 ára.

Björgvin Snær Magnússon varð í 3. sæti í einstaklings kumite 13-14 ára.

María Bergland varð í  3. sæti í einstaklings kumite 12 ára.

Daníel Karles Randversson varð í 3. sæti í liða kumite 14-15 ára.

Til gamans má geta að Björgvin Snær, Sóley Eva og María Bergland voru valin í unglingalandsliðið í Kumite í aðdraganda mótsins.

Íslandsmótið fór fram 6. október sl.

Þann 6. október var svo Íslandsmeistaramót í kumite haldið í Fylki. Þar varð Sóley Eva Íslandsmeistari í kumite 14-15 ára. Daníel Karles í 2. sæti í kumite 14-15 ára +63kg. María Bergland í 3. sæti Kumite 12 ára stúlkna. Björgvin Snær keppti ekki vegna meiðsla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó