Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun með 1716 stig af 1800 stigum mögulegum stigum á tímabilinu. Freyja Dís Benediktsdóttir var hart á hælum Alfreðs með 1707 stig í öðru sæti. Þetta er annað árið sem Bikarmeistarar eru titlaðir formlega og einnig annað árið í röð sem Alfreð vinnur titilinn.
Alfreð er slökkviliðsmaður á Akureyri en er upprunalega ættaður frá Húsavík. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð verður Bikarmeistari BFSÍ. Ásamt því hefur hann unnið 3 af 4 Íslandsmeistaratitlum árin 2022-2023 og var valinn trissubogamaður árins hjá BFSÍ bæði árin.
Gaman er að geta þess að meirihluti þeirra mun einnig vera meðal 31 keppanda sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í Króatíu 18-25 febrúar næstkomandi.
Alfreð, Anna, Georg, Izaar og Rakel munu keppa í Meistaraflokki á EM og Máni mun keppa í U21 flokki. Þau voru öll
Frétt um niðurstöður síðasta Bikarmóts tímabilsins sem var í gær. https://archery.is/baldur-alfred-og-valgerdur-sigrudu-bikarmot-bfsi-i-januar/
Stutt lýsing á bogfimi sem íþrótt frá þeim sem þekkja ekki til:
Keppt er í þremur greinum (Til að gefa samanburð: eins og tennis, borðtennis og badminton, allt svipaðar spaðagreinar en samt ólíkar íþróttir, í bogfimi eru þær greinarnar trissubogi, sveigbogi og berbogi)
Það er innandyra og utandyra tímabil innanlands og alþjóðlega og því eru 2 meistaramót og 2 bikarmótaraðir árlega í hverri grein.
Mót byrja á undankeppni þar sem að efstu í skori halda svo áfram í útsláttarleiki (útsláttarkeppni)
Svo virka útsláttarleikirnir eins og í flestum öðrum íþróttum, keppendum er raðað upp í útsláttar bracket þar sem að þeir sem sigra halda áfram í næsta leik, þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari og sigraði alla sína leiki.
UMMÆLI