Aleppo Kebab mun bjóða upp á vatnspípur

Eins og við greindum frá hér á Kaffinu fyrir nokkru síðan mun veitingastaðurinn Aleppo Kebab opna á Akureyri í sumar. Það er Khattab Almohammad, flóttamaður frá Sýrlandi sem stendur að opnun staðarins.

Undirbúningur fyrir opnun staðarins er í fullum gangi. Khattab segir í samtali við Kaffið að staðurinn opni í sumar en hann mun líklega verða staðsettur í Hafnarstræti 100.

Í dag var greint frá því á Facebook síðu staðarins að þar yrði boðið upp á svokallaðar shisha vatnspípur sem einnig eru stundum kallaðar hookah. Pípurnar eru vinsælar víða um heim en eiga uppruna sinn að reka frá Tyrklandi og miðausturlöndum. Aleppo Kebab verður eini staðurinn á Akureyri sem mun bjóða upp á slíka pípur þegar hann opnar.

Shisha vatnspípa

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó