NTC

Aldrei mælst meiri frjókorn á Akureyri

Aldrei mælst meiri frjókorn á Akureyri

Um síðustu helgi mældust frjótölur hærri en nokkru sinni fyrr á Akureyri. Ingólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir að blómstrun svo snemma á sumri sé afar óvenjuleg í viðtali við fréttastofu Rúv.

Ástæðan fyrir mælingunni er gott veðurfar síðasta sumar og haust ásamt mildrum vetri. Um þessar mundir er hámark blómsturtíðar birkis og frjókorn eftir því. Frjótölur birkitrjáa mældust 658 á sunnudaginn en það er það hæsta frjótala á einum sólarhring frá upphafi mælinga árið 1998.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó