Síðastliðin júní tók í gildi hækkun grunnfjárhæða húsnæðisbóta. Hækkaði grunnfjárhæð húsnæðisbóta um fjórðung og nema þær nú rúmlega að hámarki 50.000 kr. á mánuði fyrir einstaklinga og tæplega 100.000 kr. á mánuði fyrir sex manna fjölskyldur.
Síðan að húsnæðisbætur voru settar á í ársbyrjun 2017 þá hafa meðalgreiðslur aldrei verið hærri. Oftast hafa húsnæðisbæturnar verið í kringum 40.000 til 45.000 kr. en í júlí voru þær rúmlega 52.700 kr. samkvæmt HMS.
Tekjur bótaþega eru ennþá lægri að raungildi en þær voru á tímabilinu 2017-2018. Þetta kemur fram í gögnum sem HMS hefur unnið úr Leiguskrá.
Hægt er að sækja um húsnæðisbætur hérna.
UMMÆLI