Aldrei fleiri óskað eftir aðstoð um jólin – „Neyðin er gríðarleg“

Aldrei fleiri óskað eftir aðstoð um jólin – „Neyðin er gríðarleg“

Jólin 2020 höfðu aldrei fleiri óskað eftir mataraðstoð fyrir hátíðarnar í facebook hópnum Matargjafir Akureyri og nágrenni. Í ár virðist neyðin ekki hafa minnkað en nú þegar eru fyrirspurnirnar orðnar fleiri en í fyrra og þó eru enn 17 dagar til jóla.

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur sem hjálpar fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið og vantar aðstoð.
Þessi síða hefur hjálpað ótrúlega mörgum í gegnum árin og unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda. Síðan er starfrækt allt árið en sérstaklega margar fyrirspurnir berast á þessum árstíma.

Aldrei fleiri verið á jólalistanum

Stjórnendur síðunnar segjast vart hafa undan að svara og sinna fyrirspurnum en aldrei hafa fleiri verið á jólalistanum eins og í ár. Matargjafir Akureyri og nágrenni eru að afgreiða að meðaltali 9-10 beiðnir á dag þar sem fólk fær ýmist mat eða inneign á bónuskort. Umgjörð Matargjafa er engin þar sem að allar úthlutanir fara fram á heimilum Sigrúnar og Sunnu. „Það er aðeins 7. Des í dag og aldrei fleiri sem hafa verið á jólalistanum eins og fyrir þessi jól. Neyðin er gríðarleg og hafa mjög margar ábendingar borist,“ segir Sigrún í samtali við Kaffid.is

Hvernig getur þú hjálpað?

  • Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa mat, gjafabréf í matvöruverslanir eða lagt inn á matargjafareikninginn.
    Reiknisnúmerið á matargjafareikningum er:
    1187 -05-250899 og kennitala 6701170300
  • Skráðu þig í hópinn HÉR
  • Hægt er að senda inn beiðnir eða ábendingar um einstaklinga eða fjölskyldur í vanda sem þurfa á aðstoð að halda inni á facebook síðunni þeirra eða í gegnum tölvupóst á matargjof@gmail.com

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó