NTC

Aldrei fleiri konur á þingi

Þorgerður Katrín set aftur á þing

Þorgerður Katrín sest aftur á þing


Nú þegar búið að telja síðustu atkvæðin er ljóst hvaða 63 þingmenn taka sæti á Alþingi.  Ljóst er að um sögulega niðurstöðu er að ræða.

Að þessum 63 þingmönnum sem munu setjast á Alþingi Íslendiga eru 33 karlar og 30 konur og mun því hlutfall kvenna vera 48 prósent. Það er hæst hlutfall kvenna sem verið hefur á Alþingi frá upphafi en í síðustu kosningum náðu 25 konur kjöri eða rétt tæplega 40 prósent.

Konur eru í meirihluta hjá Bjartri framtíð, Framsóknarflokknum og Vinstri grænum en kynjahlutfallið er jafnt hjá Pírötum. Flest­ar kon­ur sitja fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en þar eru 7 af 11 þing­mönn­um kon­ur. Lægsta hlut­fallið er aft­ur á móti í Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem aðeins 3 af 10 þing­mönn­um eru kon­ur.

Sambíó

UMMÆLI