Aldrei fleiri í brautskráningu MA í sumar – Reiknað með rúmlega 340 nemendum

Aldrei fleiri í brautskráningu MA í sumar – Reiknað með rúmlega 340 nemendum

Þann 17. júní næstkomandi stefnir í stærstu brautskráningu Menntaskólans á Akureyri til þessa. Allt stefnir í að rúmlega 340 nemendur komi til með að útskrifast frá skólanum en fjöldi brautskráða nemenda hefur aldrei áður farið yfir 300. T.a.m. brautskráðust 164 nemendur í fyrra Ástæða fyrir fjöldanum í ár er að tveir árgangar eru að brautskrást á sama tíma en fyrir þremur árum var skólagangan stytt úr fjórum árum í þrjú ár. Í kjölfarið er síðasti árgangurinn að útskrifast sem nemur í fjögur ár og fyrsti árgangurinn sem nemur í þrjú ár. Þetta eru því ákveðin tímamót hjá skólanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum í dag.

Brautskráningin verður þó með svipuðum hætti og venjulega og fer fram frá Íþróttahöllinni að morgni 17. júní. Um kvöldið verður að venju sameiginleg veisla í Höllinni en vegna fjölda nýstúdenta þarf að takmarka gestafjölda, líklega við að hámarki þrjá með hverjum stúdent.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó