Aldís og Ásdís fara með U20 landsliðinu til Ungverjalands

Aldís Ásta Heimisdóttir

Akureyringarnir Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir eru í leikmannahópi U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á HM í Ungverjalandi í sumar. Aldís og Ásdís voru hluti af liðinu sem tryggði HM sætið í Vestmannaeyjum í mars.

Stelpurnar eru í riðli með Rússlandi, Suður-Kóreu, Slóveníu, Kína og Chile og fara fjögur efstu liðin uppúr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.

Aldís og Ásdís voru lykilleikmenn í liði KA/Þór sem sigraði Olís deild kvenna í handbolta í vetur.

Ásdís Guðmundsdóttir

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó