Aldís Kara í Fjölni

Aldís Kara í Fjölni

Skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir er gengin til liðs við Fjölni í Reykjavík en hún skautaði áður með Skautafélagi Akureyrar.

Aldís Kara hefur slegið hvert metið á eftir öðru fyrst í unglingaflokki og nú í fullorðinsflokki. Þar á meðal hefur hún margsett Íslandsmet í báðum flokkum. Hún er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná alþjóðlegum stigaviðmiðum á Heimsmeistaramót unglinga sem var í mars 2020 og inn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem var haldið í janúar 2022. 

Ásamt þessu hefur hún verið tilnefnd sem skautakona ársins þrisvar sinnum. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó