Aldís fyrsti Íslendingurinn sem nær lágmarki fyrir EM

Aldís fyrsti Íslendingurinn sem nær lágmarki fyrir EM

Skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir varð um helgina fyrsti Íslendingurinn til að ná lágmarki fyrir EM í frjálsum æfingum. Aldís keppti um Nebelhorn Trophy í Oberstdorf í Þýskalandi um helgina. Aldís Kara hefur verið valin íþróttakona Akureyrarbæjar undanfarin tvö ár.

Til þess að öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramóti þarf að ná lágmarksstigum í bæði stuttu prógrami og frjálsu prógrami. 23 stig þarf í stuttu prógrami og 40 stig í frjálsu prógrami.

Á föstudaginn keppti Aldís í stuttu prógrami og náði 39.92 heildarstigum. Á laugardeginum náði hún svo 41.50 tæknistigum í frjálsu prógrami og náði því lágmörkunum fyrir Evrópumeistaramótið.

Aldís lenti í 32. sæti á mótinu með 78.17 heildarstig. Næsta mót hjá henni er Fin­landia Trop­hy sem fer fram í Espoo í Finn­landi 7.-11. októ­ber nk

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó