Skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir varð um helgina fyrsti Íslendingurinn til að ná lágmarki fyrir EM í frjálsum æfingum. Aldís keppti um Nebelhorn Trophy í Oberstdorf í Þýskalandi um helgina. Aldís Kara hefur verið valin íþróttakona Akureyrarbæjar undanfarin tvö ár.
Til þess að öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramóti þarf að ná lágmarksstigum í bæði stuttu prógrami og frjálsu prógrami. 23 stig þarf í stuttu prógrami og 40 stig í frjálsu prógrami.
Á föstudaginn keppti Aldís í stuttu prógrami og náði 39.92 heildarstigum. Á laugardeginum náði hún svo 41.50 tæknistigum í frjálsu prógrami og náði því lágmörkunum fyrir Evrópumeistaramótið.
Aldís lenti í 32. sæti á mótinu með 78.17 heildarstig. Næsta mót hjá henni er Finlandia Trophy sem fer fram í Espoo í Finnlandi 7.-11. október nk
UMMÆLI