Aldís Ásta hjá KA/Þór næstu tvö árin

Aldís og Haddur handsala samninginn.

Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handbolta. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu.

KA/Þór leikur í Olís deildinni á næsta tímabili eftir stórkostlegan sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnu tímabili en stelpurnar töpuðu ekki leik og fóru alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar. Aldís Ásta var lykilmaður í liðinu þar sem hún lék 15 af 16 deildarleikjum tímabilsins og gerði í þeim alls 50 mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó