Aldís Ásta hetja Skara: „Skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað“

Aldís Ásta hetja Skara: „Skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað“

Handboltakonan Aldís Ásta Heimisdóttir fór á kostum í liði Skara þegar liðið vann 25-20 á móti liði Höör í átta liða úrslitum sænska kvennahandboltans í gærkvöld.

Leikurinn var oddaleikur um sæti í undanúrslitum keppninnar en Skara vann einvígið samanlagt 3-2. Aldís Ásta var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Skara.

„Ég er svo glöð og stolt af okkur. Þetta er skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað og ég er virkilega ánægð,“ sagði Aldís Ásta við fjölmiðla í Svíþjóð eftir leikinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó