NTC

Albertína tekin til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE

Albertína tekin til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE 15. júní síðastliðinn af Eyþóri Björnssyni.

„Ég hlakka mikið til að leiða áfram það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem fram fer á vettvangi SSNE enda séu mikil tækifæri til uppbyggingar í landshlutanum öllum,“ segir Albertína.

Albertína er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í landafræði frá sama skóla. Hún var þingmaður Norðausturkjördæmis á árabilinu 2017-2021. Hún var einnig framkvæmdastjóri Eims, þróunar- og nýsköpunardeildar Norðurlands eystra á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar. Albertína hefur starfað hjá samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum og verið þar einnig formaður fjórðungssambands Vestfjarða sem Atvinnuþróunarfélag svæðisins féll undir. Á árabilinu 2014-2016 var Albertína verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.

Starf framkvæmdastjóra SSNE var auglýst þann 28.apríl og bárust 24 umsóknir um starfið, þar af drógu 5 umsókn sína til baka. Ráðningaferlið var unnið í samstarfi við ráðningaþjónustu Mögnum á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó