Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri SSNE. Hún tekur við starfinu af Eyþóri Björnssyni sem senn tekur við starfi forstjóra Norðurorku.
Albertína er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í landafræði frá sama skóla. Hún var þingmaður Norðausturkjördæmis á árabilinu 2017-2021. Hún var einnig framkvæmdastjóri Eims, þróunar- og nýsköpunardeildar Norðurlands eystra á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar. Albertína hefur starfað hjá samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum og verið þar einnig formaður fjórðungssambands Vestfjarða sem Atvinnuþróunarfélag svæðisins féll undir. Á árabilinu 2014-2016 var Albertína verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.
Starf framkvæmdastjóra SSNE var auglýst þann 28.apríl og bárust 24 umsóknir um starfið, þar af drógu 5 umsókn sína til baka. Ráðningaferlið var unnið í samstarfi við ráðningaþjónustu Mögnum á Akureyri.
UMMÆLI