Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut vestari skammt sunnan við Hrafnagil rétt fyrir klukkan 16 í dag. Frá þessu er greint Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Einn aðili var fluttur strax á sjúkrahúsið á Akureyri og er ekki hægt að gefa upplýsingar um ástand hans að svo stöddu. Eyjafjarðarbraut vestari var lokað um stund en hefur nú verið opnuð.
UMMÆLI