Akureyrskur veitingastaður sækir út fyrir bæjarmörkin

Akureyrskur veitingastaður sækir út fyrir bæjarmörkin

Lesendur kannast eflaust flestir við Sathiya Moorthy og fjölskyldu, en þau hafa rekið Indian curry house, áður Indian curry hut, hér á Akureyri frá því árið 2007.

Starfsmenn Indian curry house eru í vetrarfríi eins og er og hafa Akureyringar því verið karrílausir frá því um miðjan desember og verða áfram þar til 5. febrúar.

Reykvíkingar hafa hins vegar getað gætt sér á karríinu fræga, vegna þess að Indian curry house opnaði útibú við Vesturgötu 12 í Reykjavík á dögunum. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó