Akureyringum fjölgaði um 236 árið 2022

Akureyringum fjölgaði um 236 árið 2022

Akureyringum fjölgaði um 236 á árinu 2022 en þetta kemur fram í umfjöllun Vikublaðsins þar sem vitnað er í heimasíðu Þjóðskrár.

Fjölgunin er undir landsmeðaltali á árinu. Þrátt fyrir það má reikna með því, miðað við fjölgun síðustu ára, að Akureyringar verði orðnir 20 þúsund í vor eða í sumar.

Þann 1. janúar 2023 voru íbúar Akureyrarbæjar 19.878 samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár.

Sambíó
Sambíó