Akureyringar taka vel í Bæjarins Beztu: „Sumir komu þrisvar“

Akureyringar taka vel í Bæjarins Beztu: „Sumir komu þrisvar“

Bæjarins Beztu pylsuvagn opnaði á Akureyri um helgina. Vagninn er sá fyrsti frá þessu rótgróna íslenska fyrirtæki sem opnar utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá einnig: Bæjarins Beztu opnar á Ráðhústorgi

Barði Þór Jónsson, Akureyringur, sér um rekstur á vagninum hér í bænum en hann segir að opnunin hafi gengið vel og að Bæjarins Beztu far vel af stað á Akureyri.

„Það er greinilegt að Akureyringar eru mjög ànægðir með þessa fràbæru viðbót í bæinn okkar. Það heyrðist à kúnnunum okkar í gær að þeir eru mjög ànægðir að geta loksins fengið sér bæjarins beztu pylsu à Akureyri. Sumir fögnuðu okkur svo vel að þeir komu þrisvar til okkar í gær og fengu sér pylsu,“ segir Barði í spjalli við Kaffið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó