NTC

Akureyringar standa sig vel í flokkun sorps

Akureyringar standa sig vel í flokkun sorps

Akureyringar hafa á undanförnum árum náð góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þá hafa um 80 prósent heimila á Akureyri flokkað allan lífrænan úrgang í yfir tíu ár. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Þar er haft eftir Guðmundi Hauki Sigurðarsyni, framkvæmdastjóri Vistorku, að tækifæri í flokkun séu víða og enn sé töluvert svigrúm til að draga úr urðum.

„Nýjasta dæmið á Akureyri er líklega græna trektin þar sem íbúar geta með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu með þægilegum hætti,“ segir Guðmundur.

Í fréttum RÚV í síðustu viku kom fram að einungis þrjár þjóðir í Evrópu losi meira af sorpi á hvern íbúa en Íslendingar. Tölur frá árinu 2017 sýna að Ísland er í fjórða sæti yfir magn úrgang með um 656 kíló á hvern íbúa. Meðaltal Evrópusambandsins er 486 kíló á hvern íbúa.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar kemur fram að á Akureyri er magn úrgangs um 400 kíló á hvern íbúa og því töluvert undir meðaltali Evrópusambandsins og langt undir meðaltali Íslendinga.

Á vef Akureyrarbæjar eru svör við ýmsum spurningum um úrgangsmál. Skýringarmynd: akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó