Akureyringar er hlaðvarp Akureyrarbæjar þar sem rætt er við alls konar fólk sem á það sameiginlegt að auðga samfélagið með einum eða öðrum hætti.
Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.
Í þættinum hér að neðan ræðir Jón Þór við Snorra Guðvarðsson, málarameistara. Snorri hefur sérhæft sig í vinnu við friðuð hús og kirkjur. Hann hefur sett mark sitt á nokkur af elstu húsum bæjarins og hlaut nýlega viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar fyrir sitt framlag.
UMMÆLI