NTC

Akureyringar – Ólafur Örn Torfason

Akureyringar – Ólafur Örn Torfason

Rætt er við Óla Torfa í nýjasta þætti af Akureyringum, hlaðvarpi Akureyrarbæjar, sem er aðgengilegt í helstu streymisveitum.

Óli Torfa er íþróttaáhugamaður og þorpari sem hefur það markmið í vinnunni að bæta líf fólks með geðraskanir.

„Ég hef lagt mikla áherslu á það að vinna eftir hugmyndafræði sem við köllum valdeflingu (empowerment). Þá hefur einstaklingurinn eitthvað um hlutina að segja og fær að koma með hugmyndir að því hvað við ætlum að gera. Einstaklingurinn fær sitt vægi, við hlustum og leyfum honum að vera stjórnandi í sínu eigin lífi.

Við höfum verið að innleiða þessa hugmyndafræði hjá Akureyrarbæ og þetta er sérstaklega mikið notað í geðgeiranum og er líka að aukast í öldrunargeiranum,“ segir hann.

Akureyringar er hlaðvarp Akureyrarbæjar þar sem rætt er við alls konar fólk sem á það sameiginlegt að auðga samfélagið með einum eða öðrum hætti.

Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.

VG

UMMÆLI

Sambíó