NTC

Akureyringar í návígi við birni í Rúmeníu – myndband

Ingólfur ásamt Sölva Andrasyni eða Hlölla eina og hann er jafnan kallaður

Ingólfur Stefánsson og Sölvi Andrason eða Hlölli eins og hann er jafnan kallaður. Ef vel er að gáð má sjá skógarbirni fyrir aftan þá.

Akureyringarnir Gunnlaugur V. Guðmundsson, Sölvi Andrason og Ingólfur Stefánsson, fréttaritari hér á Kaffinu, fóru nýverið á námskeið á vegum Evrópusambandsins í Rúmeníu. Þeir gistu í þorpinu Tusnad sem er í hálendi Rúmeníu og staðsett á svæði þar sem er að finna hvað flesta skógarbirni í Evrópu. Nýlega var birt myndband þar sem sést ótrúlega vel hvað þeir komust í mikið návígi við þessa skógarbirni.

,,Þetta var ótrúleg lífsreynsla, við fengum fyrirlestur um hvernig átti að umgangast birnina í upphafi námskeiðsins en manni var ekkert alltaf alveg sama þegar maður labbaði um bæinn að kvöldi til,“ segir Ingólfur.

,,Það voru öll hús í bænum girt af og með varðhunda til að hræða birnina frá en þeir löbbuðu um bæinn á nóttunni, þetta var frekar súrrealískt. Það voru samt flestir á þessu námskeiði sem reyktu og svo var einn maður á hækjum þannig maður hugsaði í rauninni alltaf bara ég verð á undan næsta manni.“ 

,,Ég var hræddastur þegar við fórum í fjallgöngu í skóginum. Við löbbuðum fyrst í hóp en á leiðinni til baka ákváðum við Íslendingarnir að fara smá aðra leið með nokkrum Ungverjum. Það voru minnisvarðar í skóginum um fólk sem hafði dáið í bjarnarárasum. Þegar var farið að rökkva og við vissum ekki beint hvar við vorum hugsaði ég að ég myndi deyja og Rúmenar myndu tala um mig eins og við tölum um alla heimsku túristana sem láta lífið í Reynisfjöru, en til allrar hamingju fór ekki svo illa.“

Myndbandið sem var tekið upp á námskeiðinu má sjá hér að neðan og er það frekar rosalegt.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó