Gæludýr.is

Akureyringar hvattir til að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðamörk

Akureyringar hvattir til að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðamörk

Byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar og forstöðumaður umhverfismála skora á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum og þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðaskilti og götumerkingar, með tilvísum í gr. 7.2.2. í byggingareglugerð nr. 112/2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Þar segir: Hæð undir gróður við gangstéttar skal ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,50 metrar. Snyrtingu gróðurs skal lokið fyrir 1. september nk., en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó