Íbúar Akureyrar mega eiga von á því að fá SMS-skeyti frá almannavörnum á morgun sem mun innihalda nauðsynlegar upplýsingar varðandi viðbrögð við Kórónaveirunni (COVID-19) sem á upptök í Kína.
Skeytin eru sérstaklega ætluð farþegum sem koma með flugi frá útlöndum til Akureyrar en óhjákvæmilega munu einhverjir íbúar og aðrir sem staðsettir eru á Akureyri fá SMS skilaboð.
Á símum viðtakenda mun koma fram að sendandi sé 112 og er um að ræða tímabil frá klukkan 10 til 23:30.
Reynt verður að þrengja svæðið að umhverfi flugvallarins eins og hægt er. Sendar sem verða virkjaðir til að senda þessi skilaboð eru á Akureyrarkirkju, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Halllandi, gengt Akureyri.
Skilaboðin eru einungis upplýsingaskilaboð en sambærileg skilaboð eru send út í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Gera má ráð fyrir því að þessi skilaboð verði send út þegar flugvélar sem að koma erlendis frá eru að lenda á Akureyri meðan við erum á óvissustigi almannavarna við Kórónaveirunni.